Samningur menntamálaráðherra við Sturlu
Miðvikudaginn 28. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Eins og engum mun á óvart koma hefjast nú umræður utan dagskrár sem hv. 2. þm. Reykv. hefur beðið um að fram fari. Efni umræðnanna er samningur menntmrh. við Sturlu Kristjánsson, fyrrverandi fræðslustjóra á Norðurlandi eystra.
    Svo hefur um samist við hv. málshefjanda að umræða þessi standi ekki öllu lengur en til kl. 4, en þá munu hefjast þingflokksfundir.