Um dagskrá
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Þórhildur Þorleifsdóttir (um þingsköp) :
    Ég hef fullan skilning á því að þannig geti staðið á að dagskrá sé breytt í þá veru að ráðherrar geti horfið af fundi til annarra starfa. Nú háttar hins vegar svo til að hæstv. forseti ætlar að taka fyrir 12. mál á dagskrá. Þar mun sá sem stendur fyrir svörum vera hæstv. menntmrh. en það eru þrjú önnur mál sem eru fyrr á dagskrá sem mun líka vera í hans verkahring að svara. Ég vil inna hæstv. forseta eftir því hverju þetta sæti.