Öryggi á vinnustöðum
Laugardaginn 28. apríl 1990


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég hafði nú ekki veitt þessu athygli, en hér hefur komið fram að lagt sé til að banna unglingum 16--18 ára að vinna lengur en 10 tíma. Er það ekki rétt skilið? (Gripið fram í.) Hér stendur að 59. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum breytist. ,,Unglingar``, þ.e. 16--18 ára, er að ekki? ( Gripið fram í: Eftir breytinguna.) Eftir breytinguna. --- Ég óska, herra forseti, eftir að það verði gert hlé á umræðunni vegna þess að þegar ég sagði hér í ræðu minni að mér skildist að banna ætti unglingum 16--18 ára að vinna lengur en 10 tíma, þá greip formaður nefndarinnar fram í og sagði: Nei. Það er ekki meiningin. Ég óska eftir að fá að athuga lagatextann til að ganga úr skugga um að það sé rétt sem hv. 8. þm. Reykn. segir, að það sé rétt að unglingar skv. 2. mgr. 61. gr. séu efitir þessa breytingu 16--18 ára. Mér virðist að það kunni að orka tvímælis en óska eftir að aðeins verði gert hlé á umræðunni.