Atvinnuleysistryggingar
Miðvikudaginn 02. maí 1990


     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Hér er um að ræða brtt. sem lýtur að því að Ísland uppfylli ákvæði félagsmálasáttmála Evrópu sem athugasemd hefur verið gerð við af hálfu sérfræðinganefndar Evrópuráðsins. En hér er líka um að ræða brtt. sem gengur í þá átt að veita tilteknum hópi einstaklinga utan stéttarfélaga rétt til atvinnuleysisbóta, rétt til almennra grundvallarmannréttinda, og þess vegna hljóta þingmenn að segja já, og sérstaklega verður eftir því tekið hvernig ráðherrar þessara mála verja hér sínu atkvæði, sérstaklega sá ráðherra sem hefur tekið við athugasemd frá sérfræðinganefnd Evrópuráðsins í þessu máli. Ég segi já.