Skipan prestakalla
Laugardaginn 05. maí 1990


     Dómsmálaráðherra (Óli Þ. Guðbjartsson):
    Hæstv. forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði hér við 2. umr. málsins að ég er sammála þessari málsmeðferð varðandi þá tillögu hv. 1. þm. Vestf. sem hér var til umræðu rétt í þessu. Þá vil ég einnig lýsa samþykki mínu við till. hv. 5. þm. Austurl., Kristins Péturssonar, sem formaður allshn. ræddi hér einnig um.
    Þar sem þannig er samkomulag í sjónmáli um að vinna í sumar að lausn á þessu atriði sem kemur fram í tillöguflutningi hv. 1. þm. Vestf. lýsi ég vilja mínum til þess að einnig verði í leiðinni athuguð efnisatriði sem felast í brtt. hv. 2. þm. Vestf. sem hann hefur hér lagt fram á þskj. 1138, þannig að niðurstaða úr þeirri athugun gæti einnig orðið samferða hér inn í þingið í haust.