Stjórn fiskveiða
Laugardaginn 05. maí 1990


     Þórhildur Þorleifsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegur forseti. Nú hefur tillaga Kvennalistans um að úthluta skuli 80% heildarafla til byggða landsins og íslensku þjóðinni þannig meinað að eiga aðild að stjórnun og nýtingu þeirra aðilda sem lögum samkvæmt er þó hennar, verið felld. Hefur Alþingi þar með staðfest að einstaklingum skuli gert kleift að ráðskast með og hagnast af sameign allra landsmanna. Með því að þessi tillaga hefur verið felld er óþarfi að greiða atkvæði um aðrar brtt. Kvennalistans þar sem þær tengjast þessari sem nú hefur verið felld.