Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 98 . mál.


Sþ.

99. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um vexti á ríkisvíxlum.

Frá Geir H. Haarde.



1.    Hverjir hafa verið
    a.    nafnvextir,
    b.    raunvextir miðað við framfærsluvísitölu og
    c.    raunvextir miðað við lánskjaravísitölu á 45, 90 og 120 daga ríkisvíxlum að fjárhæð 500 þús. kr. á þessu ári?
    Í svarinu óskast tilgreint hverjir þessir vextir hafa verið að meðaltali á hverjum ársfjórðungi það sem af er árinu, að meðaltali fyrstu 10 mánuði ársins og loks hverjir vextirnir voru í mánuðunum júní, júlí, ágúst, september og október.
2.    Hvert er mat fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans á áhrifum þessara vaxta á hið almenna vaxtastig í landinu?



Skriflegt svar óskast.