Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 161 . mál.


Sþ.

174. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um hunda til fíkniefnaleitar.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hve margir hundar til fíkniefnaleitar eru nú í eigu lögregluyfirvalda annars vegar og tollyfirvalda hins vegar? Hve margir slíkir hundar hafa verið í eigu þessara embætta síðastliðin tíu ár?
2.     Telur dómsmálaráðherra þann fjölda hunda, sem nú er fyrir hendi til fíkniefnaleitar, fullnægjandi? Ef svo er ekki hvenær má búast við að þeim verði fjölgað og hve mörgum nýjum hundum er ætlunin að bæta við?