Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 152 . mál.


Sþ.

300. Nefndarálit



um till. til þál. um tæknifrjóvganir.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur rætt tillöguna og sendi hana til umsagnar landlæknis og Tryggingastofnunar ríkisins (tryggingaráðs). Mæla báðir þessir aðilar með samþykkt tillögunnar.
    Þá hafði nefndin samband við Ólaf W. Stefánsson, formann nefndar sem skipuð var 28. júlí 1986 vegna ályktunar Alþingis frá 25. mars 1986 um réttaráhrif tæknifrjóvgana. Hlé hefur orðið á starfi þeirrar nefndar, en á vegum hennar hefur verið aflað gagna um stöðu mála, m.a. í nágrannalöndum, og álitaefni sem komið gætu að gagni við undirbúning að lagasetningu.
    Með hugtakinu „tæknifrjóvgun“ er átt við bæði tæknisæðingu og glasafrjóvgun.
    Ráðgert er að hefja á árinu 1990 glasafrjóvgun á Landspítalanum, en frá ársbyrjun 1988 hefur verið í gildi samningur til þriggja ára milli Tryggingastofnunar og Bourn Hall Clinic á Englandi um að Íslendingar geti leitað þangað um glasafrjóvganir. Með tilkomu aðstöðu hérlendis má búast við að þeim fjölgi til muna sem leita eftir tæknifrjóvgun. Af þeim sökum m.a. telur nefndin æskilegt að hraðað verði lagasetningu og undirbúningi að reglum um tæknifrjóvganir og að frumvarp um það efni verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en haustið 1990.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingu sem tillaga er um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 12. des. 1989.



Hjörleifur Guttormsson,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir,


fundaskr.


Guðni Ágústsson.


Birgir Ísl. Gunnarsson.


Kristinn Pétursson.


Alexander Stefánsson.


Anna Ólafsdóttir Björnsson.