Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 172 . mál.


Sþ.

311. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðmundar Ágústssonar um lánveitingar Fiskveiðasjóðs til nýsmíða fiskiskipa

    Sjávarútvegsráðuneytið fór þess á leit við Fiskveiðasjóð að hann veitti því þær upplýsingar sem óskað væri í fyrirspurninni og fylgir hér svar Fiskveiðasjóðs Íslands:
    „Vér teljum ekki unnt að veita upplýsingar um lánsfjárhæðir í hverju einstöku tilviki en tökum saman upplýsingar um hvert ár sem spurt er um.
    Upphafleg samþykkt láns ræður því til hvaða árs skip er talið (í öllum töluliðum svars).
    Allar fjárhæðir eru tilgreindar í milljónum króna og reiknaðar á verðlagi þess árs sem skip er talið til.
    Þær upplýsingar, sem hér fara á eftir, eru tölusettar í samræmi við fyrrgreinda fyrirspurn. (Hér er átt við upphaflegar fjárhæðir án viðbótarlána.)


1.          Ár     Fjöldi     Lánsfjárhæð    
                    
        1987    21    1740    
        1988    10    1034    
        1989    2    355    



2.          Ár     Fjöldi    Samþykktar        
            hækkunarbeiðna    beiðnir    Hafnað    Óafgr.
        1987    13    10    3    0
        1988    6    0    1    5
        1989    0    0    0    0



3.          Ár    Samþykkt    Hlutfall af heildar-
             hækkun    samþykktum ársins
        1987    215    12,4%
        1988    0    0%
        1989    0    0%


4.     Þótt einstaka kostnaðarþættir hafi fallið til hérlendis eftir heimkomu skips eru þeir í öllum tilvikum, sem hér um ræðir, mjög óverulegir. Af þeim sökum höfum vér ekki greint slíka þætti sérstaklega frá í kostnaðaryfirlitum.
5.     Með vísan til 4. tölul. er hér um óverulegar fjárhæðir að ræða.

Virðingarfyllst,


Fiskveiðasjóður Íslands.



Birgir Guðmundsson. Ragnar Guðjónsson.