Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 180 . mál.


Ed.

312. Nefndarálit



um frv. til l. um viðauka við lög nr. 44 25. maí 1976, um Fiskveiðasjóð Íslands.

Frá meiri hl. sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Til viðræðna voru kallaðir Sveinn Finnsson frá Fiskimálasjóði, Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Már Elísson frá Fiskveiðasjóði og Ágúst Elíasson frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Í viðræðum þessum kom fram sú skoðun að nauðsyn bæri til að lán væru einnig veitt af deildinni til markaðsmála og að deildinni væri markaður ákveðinn tekjustofn til styrkveitinga. Hefur meiri hl. nefndarinnar ákveðið að flytja breytingartillögu þar um.
    Meiri hl. nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Halldór Blöndal var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. des. 1989.



Stefán Guðmundsson,


form., frsm.


Karvel Pálmason.


Guðmundur H. Garðarsson.


Jóhann Einvarðsson.


Skúli Alexandersson.