Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 2/112.

Þskj. 317  —  3. mál.


Þingsályktun

um varnir gegn mengun frá fiskeldi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að móta samræmdar reglur um starfsleyfi fyrir fiskeldisstöðvar og um eftirlit og rannsóknir á mengunarhættu frá þeim. Jafnframt verði athugað hvort þörf sé á lagasetningu vegna mengunar frá fiskeldi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1989.