Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 261 . mál.


Sþ.

462. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um störf bústjóra og skiptastjóra í þrotabúum.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



1.     Hvernig eru menn valdir til bústjóra- og skiptastjórastarfa?
2.     Eftir hvaða reglum starfa þeir?
3.     Hvernig er eftirliti með störfum þeirra háttað?
4.     Hver eru launakjör þeirra og hvernig eru þau ákveðin?
5.     Hversu margar beiðnir um gjaldþrotaskipti hafa borist á síðustu tveimur árum? Svar óskast sundurliðað eftir umdæmum landsins og skipt milli
        a.     einstaklinga,
        b.     fyrirtækja.
6.
        a.     Hversu háar fjárhæðir hafa verið greiddar bústjórum og skiptastjórum vegna gjaldþrotaskipta síðustu tvö árin?
        b.     Hvernig skiptast þær greiðslur á umdæmi landsins?
7.     Hefur dómsmálaráðherra í hyggju að breyta reglum um störf og kjör bú- og skiptastjóra.

Greinargerð.


    Á síðustu árum hefur beiðnum um gjaldþrotaskipti farið fjölgandi og umræða um stærstu gjaldþrotin verið áberandi í fjölmiðlum landsins. Í kjölfar þess hafa vaknað spurningar um hlutverk bú- og skiptastjóra og um þær siða- og lagareglur sem ríkja þegar gjaldþrot eru annars vegar.
    Í ljósi þeirrar umræðu og þeirra upplýsinga, sem fram hafa komið í fjölmiðlum um störf og kjör skiptastjóra í þrotabúum, er ástæða til að spyrja dómsmálaráðherra þeirra spurninga sem hér eru settar fram.



Skriflegt svar óskast.