Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 306 . mál.


Sþ.

680. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Friðriks Sophussonar um aðkeypta sérfræðiþjónustu á vegum ríkisstjórnarinnar.

1.     Hve hárri fjárhæð var varið til aðkeyptrar sérfræðiþjónustu á árinu 1989 af fjárlagalið ríkisstjórnarinnar og/eða forsætisráðuneytinu?
    Samkvæmt bókhaldi ráðuneytisins fyrir árið 1989, yfirliti dags. 12. febrúar 1990, voru eftirtaldar fjárhæðir, sem flokkast undir þennan lið, greiddar annars vegar fyrir ríkisstjórn og hins vegar fyrir aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins.
a.    Ríkisstjórn, 2.665.114 kr.
b.    Forsætisráðuneyti, 1.576.134 kr.
    Samtals námu þessar greiðslur því 4.241.248 krónum.

2.     Hvaða aðilum var greitt á árinu 1989 fyrir sérfræðiþjónustu, sbr. 1. tölul.?
    a. Af ríkisstjórnarlið voru eftirtaldar greiðslur:
1.     Lögmenn Suðurlandsbraut 4, greinargerð um lögmæti þess að breyta grundvelli lánskjaravísitölu, 32.256 kr.
2.     Trausti Valsson arkitekt, greinargerð fyrir markaðs- og sölunefnd Íslands, 56.000 kr.
3.     Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, undirbúningsvinna vegna endurreisnar Bessastaða, 69.102 kr.
4.     Teiknistofan Óðinstorgi, undirbúningsvinna vegna endurreisnar Bessastaða, 168.622 kr.
5.     Húsameistari ríkisins, vegna komu páfa, 522.127 kr.
6.     Húsameistari ríkisins, vegna komu páfa, 78.932 kr.
7.     Húsameistari ríkisins, vegna komu páfa, 416.181 kr.
8.     Hjalti Zóphóníasson, vegna fjármagnsskattanefndar, þýðing á ýmsu úr danskri löggjöf, 15.916 kr.
9.     Hjalti Zóphóníasson, vegna sama, 37.138 kr.
10.     Trausti Þorláksson, sérfræðiaðstoð vegna Samtaka jafnréttis og félagshyggju, 90.576 kr.
11.     Trausti Þorláksson, vegna sama, 90.576 kr.
12.     Hjalti Zóphóníasson, vegna stjórnsýslunefndar, þýðing danskrar stjórnsýslulöggjafar, 82.830 kr.
13.     Þorkell Helgason prófessor, sérfræðivinna fyrir stjórnarskrárnefnd, 37.471 kr.
14.     Hjalti Zóphóníasson, vegna stjórnsýslunefndar, þýðing danskar stjórnsýslulöggjafar, 28.654 kr.
15.     Björk Ingimundardóttir, úrvinnsla gamalla skjala vegna endurreisnar Bessastaða, 13.500 kr.
16.     Trausti Valsson arkitekt, vegna markaðs- og kynningarnefndar, 56.000 kr.
17.     KOM, Kynning og markaður, fjölmiðlaráðgjöf og samskipti vegna komu páfa, 56.181 kr.
18.     ÓSA, auglýsingastofa, þýðing og útgáfa greinargerðar vegna markaðs- og kynningarmála, 90.667 kr.
19.     Háskóli Íslands, Félagsvísindastofnun, samanburðarkönnun á lífskjörum, 280.000 kr.
20.     Háskóli Íslands, Félagsvísindastofnun, samanburðarkönnun á lífskjörum, 442.385 kr.
    b. Af lið aðalskrifstofu forsætisráðuneytis voru eftirtaldar greiðslur:
1.     Markús Sigurbjörnsson prófessor, lögfræðileg álitsgerð um ábyrgð stjórnarmanna í Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina, 7.840 kr.
2.     Lögmenn Suðurlandsbraut 4, lögfræðileg álitsgerð um mál Hagvirkis hf., 28.672 kr.
3.     Lögfræðistofan Höfðabakka, álitsgerð um breytingu á grundvelli lánskjaravísitölu, 83.160 kr.
4.     Lögmenn Suðurlandsbraut 4, lögfræðileg álitsgerð um lánskjaravísitölu, 53.312 kr.
5.     Magni Guðmundsson hagfræðingur, útlagður kostnaður vegna álitsgerðar og hagkannana, 43.000 kr.
6.     Tryggvi Gunnarsson lögfræðingur, sérfræðivinna vegna nefndar um eignarrétt á almenningum og afréttum, 75.000 kr.
7.     Ágúst Þ. Jónsson verkfræðingur, sérfræðivinna vegna nefndar um blýlaust bensín, 281.534 kr.
8.     Guðni Kolbeinsson, sérfræðivinna vegna öryggismálanefndar, 27.875 kr.
9.     Jónína M. Guðnadóttir, ensk þýðing fyrir kynningar- og markaðsnefnd, 88.420 kr.
10.     Hjalti Zóphóníasson, dönsk þýðing, 12.379 kr.
11.     Árni Böðvarsson, sérfræðivinna vegna öryggismálanefndar, 20.125 kr.
12.     Magni Guðmundsson, hagfræðileg álitsgerð, 22.785 kr.
13.     Árni Gunnarsson, sænsk þýðing, 3.920 kr.
14.     Magnús Torfi Ólafsson, dönsk þýðing, 14.300 kr.
15.     Gunnar Helgi Kristinsson lektor, sérfræðivinna vegna öryggismálanefndar, 119.660 kr.
16.     Anna H. Yates, ensk þýðing, 8.000 kr.
17.     Jóhann Þorvarðarson, ritgerð um spálíkön fyrir gjaldþrot, 20.000 kr.
18.     Sverrir Konráðsson, sérfræðivinna fyrir öryggismálanefnd, 67.200 kr.
19.     Páll H. Jónsson, ensk þýðing vegna ráðstefnu Financial Times, 34.255 kr.
20.     Solveig Lára Guðmundsdóttir, prestsþjónusta í Dómkirkjunni við setningu Alþingis, 18.360 kr.
21.     Sverrir Konráðsson, sérfræðivinna fyrir öryggismálanefnd, 67.200 kr.
22.     Gauti Kristmannsson, sérfræðivinna fyrir öryggismálanefnd, 67.200 kr.
23.     Anna H. Yates, ensk þýðing stefnuræðu, 20.000 kr.
24.     Karl Axelsson, sérfræðivinna fyrir nefnd um eignarrétt á almenningum og afréttum, 65.522 kr.
25.     Stefán Ólafsson, sérfræðivinna fyrir nefnd um eignarrétt á almenningum og afréttum, 65.522 kr.
26.     Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, vegna öryggismálanefndar, 112.000 kr.
27.     Elín Konráðsdóttir, dönsk þýðing, 10.052 kr.
28.     Þorsteinn Magnússon, sérfræðivinna fyrir öryggismálanefnd, 48.265 kr.
29.     Trausti Þorláksson, sérfræðivinna fyrir Samtök jafnréttis og félagshyggju, 90.576 kr.

3.     Hversu mörg sérfræðiálit eða greinargerðir var greitt fyrir, sbr. 1. tölul.? Upplýst sé enn fremur hvaða viðfangsefni var fjallað um í álitunum og greinargerðunum.
    Vísað er til svars við 2. tölul.

4.     Hvert er álit forsætisráðherra á mikilvægi einstakra álitsgerða?
    Svo sem sjá má af framantöldu er ýmislegt fært til gjalda sem aðkeypt sérfræðiþjónusta þótt þjónustan sé hvorki í formi álitsgerða né greinargerða.
Má þar t.d. nefna allar þýðingar, ýmsa sérfræðiráðgjöf og vinnu embættis húsameistara ríkisins, sérstakar kannanir Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir nefndir forsætisráðuneytisins o.fl.
    Almennt er vart á færi forsætisráðherra að leggja mat á mikilvægi einstakra álitsgerða, enda eru þær flestar unnar fyrir nefndir sem starfa sjálfstætt eins og sjá má af framangreindu.
    Þó má nefna að lögfræðilegar álitsgerðir hafa verið sérstaklega unnar vegna mála sem upp hafa komið annaðhvort í ráðuneytinu eða á vettvangi ríkisstjórnar. Hefur verið við þær stuðst í afgreiðslu mála, t.d. álitsgerðir Markúsar Sigurbjörnssonar prófessors, Lögmanna Suðurlandsbraut 4 og Lögfræðistofunnar Höfðabakka. Álitsgerð Magna Guðmundssonar um vexti og verðbætur hefur sýnt nokkuð annað sjónarhorn en oftast er í álitsgerðum opinberra stofnana og tel ég æskilegt að hafa það sjónarhorn með í efnahagslegum umræðum og ákvörðunum. Þegar ríkisstjórn var mynduð með aðild Samtaka jafnréttis og félagshyggju 28. september 1988 lá fyrir að þingmaður samtakanna treysti sér ekki til þess að bera ábyrgð á störfum ríkisstjórnarinnar án þess að fá nokkra sérfræðiaðstoð m.a. til þess að kynna sér og yfirfara frumvörp og þingmál ríkisstjórnarinnar. Var Trausti Þorláksson ráðinn til þess starfa. Að mati ríkisstjórnar hefur hann unnið gott starf, a.m.k. hefur ekki staðið á afgreiðslu þeirra mála sem send eru til meðferðar Samtaka jafnréttis og félagshyggju.
    Ástæða er til þess að geta þess í tengslum við fyrirspurnina að afar örðugt er fyrir forsætisráðuneytið að áætla fyrir fram hvaða útgjöld kunni hverju sinni að verða til þeirra viðfangsefna sem hér er spurt um. Oft er um að ræða nefndarskipanir, kannanir og úttektir sem ríkisstjórn er falið að framkvæma samkvæmt þingsályktunum eða öðrum tilmælum frá Alþingi. Má sem dæmi um þetta nefna nefnd um blýlaust bensín sem skipuð var í mars 1988. Hún skilaði af sér síðari hluta árs 1989 og kom þá til greiðslu sérfræðireikningur verkfræðings að fjárhæð 281.534 kr. Önnur nefnd, sem hér er greint frá kostnaði við, er um sérstaka samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Hún var skipuð í októbermánuði 1987, en greiðslur á aðkeyptri sérfræðiaðstoð vegna hennar á árinu 1989 nema 722.385 kr. Þriðja nefndin, sem nefna má hér, er nefnd um eignarrétt á almenningum og afréttum sem skipuð var 1985 og hefur unnið að rannsóknum og undirbúningi frumvarps um efnið allt frá þeim tíma. Kostnaður vegna hennar á árinu 1989 er 206.044 kr. Kostnaður vegna sérfræðiaðstoðar fyrir öryggismálanefnd nemur 529.525 kr. og sérfræðiaðstoð vegna endurreisnar Bessastaða nam 251.224 kr. Allt er þetta vegna ákvarðana nefnda sem starfað hafa um nokkurt skeið eða voru að störfum þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Í mörgum tilvikum er slíkur kostnaður þó greiddur af sérstakri fjárveitingu til hlutaðeigandi viðfangsefnis sem fellur undir aðalskrifstofu forsætisráðuneytis. Má sem dæmi um það nefna öryggismálanefnd.