Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 77 . mál.


Sþ.

696. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Unnars Þórs Böðvarssonar um launagreiðslur úr ríkissjóði.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.    Hverjar voru heildarlaunagreiðslur ríkissjóðs frá janúarbyrjun til septemberloka 1989 og hverjar eru áætlaðar heildarlaunagreiðslur fyrir allt árið?
2.    Hversu margir fengu laun greidd og hversu margir þeirra voru í fullu starfi?
3.    Hverjar voru greiðslur til starfsmanna ríkisins í október 1989 sundurliðað eftir:
     a.     stéttarfélögum,
     b.     heildarlaunum,
     c.     dagvinnulaunum,
     d.     yfirvinnulaunum?
    Jafnframt er óskað eftir að sýnd verði dreifing heildarlauna í október 1989 á 10 þús. kr. launabil fyrir hvert stéttarfélag.


    1. Heildarlaunagreiðslur ríkissjóðs með launatengdum gjöldum frá janúarbyrjun til septemberloka 1989 voru 19.621.095.719 kr. Heildarlaunagreiðslur með launatengdum gjöldum fyrir allt árið 1989 eru 25.796.634.714 kr. Til samanburðar má nefna að heildarlaunagreiðslur fyrir allt árið 1988 voru 22.744.642.098 kr.
    2. Stöðugildi með öllum afleysingastörfum frá janúarbyrjun til septemberloka voru 17.364. Þar af voru 10.611 í fullu starfi allt tímabilið.
    3. Meðfylgjandi eru tvö fylgiskjöl. Annað sýnir meðallaunagreiðslur til starfsmanna ríkisins í september 1989, flokkaðar eftir stéttarfélögum og sundurliðaðar í dagvinnulaun, yfirvinnulaun og heildarlaun. Hinn listinn sýnir launadreifingu ríkisstarfsmanna eftir stéttarfélögum flokkaða á þá sem fá 30 þús. kr. eða minna í mánaðarlaun og síðan á 10 þús. kr. bili.


(Textinn er ekki til tölvutækur.)