Ferill 490. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 490 . mál.


Nd.

855. Frumvarp til laga



um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, sbr. lög nr. 62/1988.

Flm.: Páll Pétursson.



1. gr.

    Við 64. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 62/1988, bætist ný málsgrein er verði 1. mgr. og orðist svo:
    Skrá skal ökutæki í því umdæmi, þar sem skráningarskyldur eigandi þess á lögheimili eða varnarþing eða samkvæmt fastnúmerakerfi, eftir ákvörðun eiganda.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.


Greinargerð.


    Með lögum nr. 62/1988, um breytingu á nýsettum umferðarlögum, var afnumin sú langa hefð að skrá bíla eftir umdæmum. Rökin fyrir því voru þau að þessi breyting væri til sparnaðar. Komið hefur í ljós að svo er ekki og allar fullyrðingar um sparnað af nýbreytninni voru úr lausu lofti gripnar.
    Mörgum bifreiðaeigendum er eftirsjá að gamla númerakerfinu, enda er það gleggra og þjóðlegra en hin erlenda eftiröpun. Því er hér lagt til að bifreiðaeigendum sé heimilað að skrá nýja bíla eða umskrá notaða samkvæmt gamla kerfinu ef þeir þess óska.