Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 261 . mál.


Sþ.

884. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um störf bústjóra og skiptastjóra í þrotabúum.

1.    Hvernig eru menn valdir til bústjóra- og skiptastjórastarfa?
    Þessi spurning útheimtir svar í tvennu lagi þar eð mismunandi reglur gilda um bústjóra til bráðabirgða annars vegar og skiptastjóra hins vegar.
    a. Fyrirmæli um ráðningu bústjóra til bráðabirgða að þrotabúi eru í 86. gr. gjaldþrotalaga. Þar segir m.a.:
    „Skiptaráðandi tekur ákvörðun um ráðningu bústjóra til bráðabirgða eftir að hafa ráðfært sig við þá kröfuhafa sem þegar næst til.“
    Af þessu ákvæði er ljóst að skiptaráðendur ákveða hvort bústjóri skuli ráðinn til bráðabirgða að þrotabúi eða ekki. Hafa þeir nokkuð frjálsar hendur um val á mönnum til þessara starfa eins og orðalag ákvæðisins ber með sér.
    b. Skiptastjórar eru kosnir á fyrsta skiptafundi í viðkomandi þrotabúi. Skal skiptaráðandi gera tillögur til fundarins um skiptastjóra, einn eða fleiri, en kröfuhafar eiga atkvæðisrétt í hlutfalli við kröfur sínar í búið, sbr. 90. gr. gjaldþrotalaga.
    Bústjórum og skiptastjórum eru samkvæmt gjaldþrotalögum falin margvísleg verkefni. Hlutverk bústjóra lýkur á fyrsta skiptafundi bús, þ.e. þegar skiptastjóri er kosinn. Ráðning bústjóra er því bráðabirgðaráðstöfun sem ekki er ætlað að standa lengur en fram til formlegs skiptafundar í búinu þar sem kröfuhafar búsins geta ráðið þessu og öðrum málefnum búsins eins og þeim þykir best henta, enda fara skiptin fram í þeirra þágu.

2.    Eftir hvaða reglum starfa þeir?
    Bústjórar og skiptastjórar eru ekki opinberir starfsmenn, heldur eru þeir verktakar sem fengnir eru með tilteknum hætti til starfa í þágu þrotabúa og vinna sín störf á kostnað viðkomandi þrotabúa. Ekki hafa verið sett sérstök lög um starfsemi bústjóra eða skiptastjóra, en um ýmis þau tilvik, sem varða framkvæmd starfa þeirra, eru ákvæði í gjaldþrotalögum.
    Þannig segir t.d. í 91. gr. gjaldþrotalaga að skiptastjóri skuli gæta hagsmuna búsins, vera umboðsmaður þess gagnvart öðrum og fyrir dómstólum og gera svo fljótt sem verða má ráðstafanir varðandi meðferð þess. Í því skyni skal hann gera ráðstafanir til að allar eignir þrotamanns komi fram og séu afhentar búinu eins og lög mæla, að eignirnar séu tryggilega varðveittar og að þeim sé ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt. Þá skal skiptastjóri stjórna atvinnurekstri búsins ef einhver er. Hann skal innheimta kröfur búsins á aðra.

3.    Hvernig er eftirliti með störfum þeirra háttað?
    Gjaldþrotalög byggja, eins og áður segir, á því meginsjónarmiði að gjaldþrotaskipti fara fram í þágu skuldheimtumanna þrotamanns. Skuldheimtumennirnir fylgjast með framvindu skipta á skiptafundum sem haldnir eru svo oft sem þurfa þykir og eru þar lagðar fram upplýsingar um hag búsins, gerð grein fyrir helstu orsökum gjaldþrotsins og hvort freista skuli riftunar á ráðstöfunum sem kunna að þykja riftanlegar samkvæmt ákvæðum VIII. kafla laganna.
    Ef ágreiningur verður um meðferð á búinu milli viðkomandi kröfuhafa og skiptastjóra kann skiptaráðandi að þurfa að úrskurða um hann. Skiptaráðandinn getur og vikið skiptastjóra frá ef hann telur skiptastjórann ekki sinna starfi sínu með forsvaranlegum hætti.
    Kröfuhafar eiga þess kost samkvæmt gjaldþrotalögum að kjósa sérstaka nefnd til að hafa eftirlit með störfum skiptastjóra. Þessi nefnd, kröfuhafanefnd, skal stofnuð ef fram kemur um það krafa frá þeim sem eiga a.m.k. fimmtung krafna sem atkvæðisréttur fylgir á skiptafundum. Kostnað af störfum nefndarinnar greiðir þrotabúið.

4.    Hver eru launakjör þeirra og hvernig eru þau ákveðin?
    Eins og áður greinir eru bústjórar ekki launþegar, heldur verktakar sem ráðnir eru til að annast málefni viðkomandi þrotabús. Slík mál eru vitaskuld mjög mismunandi umfangsmikil og er gengið út frá þeirri tilhögun í gjaldþrotalögum að skiptaráðandi ákveði þóknun þess sem slíku starfi gegnir. Um það segir í 138. gr. gjaldþrotalaganna að við ákvörðun slíkrar þóknunar skuli tekið tillit til þess hve mikið starfið var og eðli búsins.
    Slíkar þóknanir eru greiddar af fé viðkomandi bús. Kröfuhöfum er gerð grein fyrir þessum kostnaði og hefur hver þeirra möguleika á því að láta á það reyna fyrir skiptarétti sem skiptin heyra undir ef hann telur þóknunina of
háa. Úrskurði um þóknunina getur hann síðan skotið til Hæstaréttar ef hann ekki vill una honum.

5.    Hversu margar beiðnir um gjaldþrotaskipti hafa borist á síðustu tveimur árum? Svar óskast sundurliðað eftir umdæmum landsins og skipt milli
    a.    einstaklinga,
    b.    fyrirtækja.
6.    a.    Hversu háar fjárhæðir hafa verið greiddar bústjórum og skiptastjórum vegna gjaldþrotaskipta síðustu tvö árin?
    b.    Hvernig skiptast þær greiðslur á umdæmi landsins?

     Reykjavík:
    Beiðnir voru samtals 1.328 á árinu 1988 og 2.305 á árinu 1989; þar af 997 einstaklingar 1988 og 1.687 á árinu 1989, en 331 lögaðili 1988 og 618 á árinu 1989.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra voru 12.453.087 kr. 1988 og 23.964.041 kr. 1989.
     Akranes:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 21 og vegna fyrirtækja 11.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 93.000 kr.
     Mýra- og Borgarfjarðarsýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 1 og vegna fyrirtækja 4.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 326.767 kr.
     Snæfellsness- og Hnappadalssýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 20 og vegna fyrirtækja 6.
    Engar greiðslur voru til bú- og skiptastjóra.
     Dalasýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 1 og vegna fyrirtækja 6.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 2.040.890 kr.
     Barðastrandarsýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 4 og vegna fyrirtækja 7.
    Engar geiðslur voru til bú- og skiptastjóra.
     Bolungarvík:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 2 og vegna fyrirtækja 0.
    Engar greiðslur voru til bú- og skiptastjóra.
     Ísafjörður og Ísafjarðarsýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 46 og vegna fyrirtækja 10.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 914.337 kr.
     Strandasýsla:
    Engar beiðnir bárust árin 1988 og 1989.
    Engar greiðslur voru til bústjóra og skiptastjóra.
     Húnavatnssýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 20 og vegna fyrirtækja 8.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 1.152.316 kr.
     Sauðárkrókur og Skagafjarðarsýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 8 og vegna fyrirtækja 2.
    Engar greiðslur voru til bú- og skiptastjóra.
     Siglufjörður:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 4 og vegna fyrirtækja 10.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 1.133.400 kr.
     Ólafsfjörður:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 3 og vegna fyrirtækja 2.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 875.800 kr.
     Akureyri, Dalvík og Eyjafjarðarsýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 96 og vegna fyrirtækja 35.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 896.741 kr.
     Húsavík og Þingeyjarsýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 23 og vegna fyrirtækja 12.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 3.375.000 kr.
     Seyðisfjörður og Norður-Múlasýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 9 og vegna fyrirtækja 4.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 913.203 kr.
     Neskaupstaður:
    Engar beiðnir voru 1988.
    Beiðnir vegna einstaklinga 1989 voru 2 og vegna fyrirtækja 2.
    Engar greiðslur voru til bú- og skiptastjóra.
     Eskifjörður og Suður-Múlasýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 29 og vegna fyrirtækja 13.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 1.377.666 kr.
     Austur-Skaftafellssýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 12 og vegna fyrirtækja 0.
    Engar greiðslur voru til bú- og skiptastjóra.
     Vestur-Skaftafellssýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 2 og vegna fyrirtækja 2.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 224.000 kr.
     Rangárvallasýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 5 og vegna fyrirtækja 2.
    Greiðslur til bústjóra og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 350.000 kr.
     Vestmannaeyjar:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 35 og vegna fyrirtækja 5.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 56.604 kr.
     Selfoss og Árnessýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 116 og vegna fyrirtækja 28.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 2.785.940 kr.
     Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 270 og vegna fyrirtækja 27.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 6.749.912 kr.
     Hafnarfjörður, Garðakaupstaður, Seltjarnarnes og Kjósarsýsla:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 308 og vegna fyrirtækja 82.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 6.647.933 kr.
     Kópavogur:
    Beiðnir vegna einstaklinga 1988 og 1989 voru 339 og vegna fyrirtækja 55.
    Greiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 4.820.689 kr.
     Heildargreiðslur til bú- og skiptastjóra 1988 og 1989 voru 71.151.326 kr.

7.     Hefur dómsmálaráðherra í hyggju að breyta reglum um störf og kjör bú- og skiptastjóra?
    Þetta mun væntanlega koma til skoðunar í sambandi við endurskoðun á gjaldþrotalögum sem leiðir af lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.