Ferill 560. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 560 . mál.


Sþ.

967. Breytingartillaga



við till. til þál. um Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi.

Frá Guðmundi G. Þórarinssyni.



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi samþykkir að fela ríkisstjórninni, í kjölfar þess atviks er eldur kom upp á ammoníaksgeymi Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, að:
1.    ráða viðurkennda sérfræðinga, erlenda ef þörf krefur, til þess að annast öryggisgreiningu á einstökum þáttum í starfsemi verksmiðjunnar og hættumat vegna hugsanlegra slysa eða óhappa er hent gætu; við öryggisgreiningu og hættumat skal taka mið af íbúðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu,
2.    skipa nefnd sérfræðinga helstu stofnana á sviði öryggismála og almannavarna hérlendis til þess að fylgjast með og fylgja eftir þeirri vinnu sem tilgreind er í 1. tölul.,
3.    leita samkomulags við borgaryfirvöld í Reykjavík um að ríkisstjórn og borgaryfirvöld fjalli sameiginlega um framtíð verksmiðjunnar þegar öryggisgreining og hættumat liggja fyrir.