Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 386 . mál.


Ed.

982. Breytingartillögur



við frv. til. l. um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands.

Frá allsherjarnefnd.



1.     Við 1. gr.
    a.     Í stað orðsins „ Egilsstaðaprestakall“ í 5. tölul. I. Múlaprófastsdæmi komi: Vallanessprestakall.
    b.     Í stað orðsins „ Hafnarprestakall“ í 1. tölul. III. Skaftafellsprófastsdæmi komi: Bjarnanessprestakall.
    c.     Í stað 3. tölul. III. Skaftafellsprófastsdæmi komi tveir nýir töluliðir svohljóðandi:
            3. Kirkjubæjarklaustursprestakall:
                        Kálfafells- og Prestsbakkasóknir.
                        Prestssetur: Kirkjubæjarklaustur.
            4. Ásaprestakall:
                        Langholts-, Grafar- og Þykkvabæjarsóknir.
                        Prestssetur: Ásar.
    d.     1. og 2. tölul. V. Árnessprófastsdæmi orðist svo:
            1. Hrunaprestakall:
                       Hruna- og Hrepphólasóknir.
                        Prestssetur: Hruni.
            2. Stóranúpsprestakall:
                       Stóranúps-, Ólafsvalla-, Hraungerðis- og Villingaholtssóknir.
                        Prestssetur: Tröð.
    e.     Í stað orðsins „ Akranessprestakall“ í 2. tölul. VI. Borgarfjarðarprófastsdæmi komi: Garðaprestakall á Akranesi.
    f.     Í stað orðsins „ Búðardalsprestakall“ í 6. tölul. VII. Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi komi: Hjarðarholtsprestakall.
    g.     Í stað orðsins „ Hvolsprestakall“ í 7. tölul. VII. Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi komi: Hvammsprestakall.
    h.     Í stað orðsins „ Suðureyrarprestakall“ í 3. tölul. IX. Ísafjarðarprófastsdæmi komi: Staðarprestakall í Súgandafirði.
     i.     Í stað orðsins „ Hvammstangaprestakall“ í 5. tölul. X. Húnavatnsprófastsdæmi komi: Breiðabólsstaðarprestakall.
     j.     2.–5. tölul. XI. Skagafjarðarprófastsdæmi orðist svo:
            2. Glaumbæjarprestakall:
                        Reynistaðar-, Glaumbæjar- og Víðimýrarsóknir.
                        Prestssetur: Glaumbær.
            3. Mælifellsprestakall:
                        Mælifells-, Goðdala-, Ábæjar- og Reykjasóknir.
                        Prestssetur: Mælifell.
            4. Miklabæjarprestakall:
                                                             Silfrastaða-, Miklabæjar-, Flugumýrar- og Hofstaðasóknir.
                        Prestssetur: Miklibær.
            5. Hólaprestakall:
                        Hóla-, Viðvíkur- og Rípursóknir.
                        Um þjónustu prestakallsins fer eftir ákvæði 42. gr. laga þessara.
    k.     Í stað „ XV. Reykjavíkurprófastsdæmi“ komi: XV. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
    l.     Í stað „XVI. Holta- og Vogaprófastsdæmi“ komi: XVI. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
2.     Í stað orðanna „Kjalarnessprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi og Holta- og Vogaprófastsdæmi“ í 1. og 2. mgr. 2. gr. komi: Kjalarness- og Reykjavíkurprófastsdæmum.
3.     Við 4. gr. Orðin „sbr. 2. gr.“ í niðurlagi greinarinnar falli brott.
4.     Við fyrri málsgrein 6. gr. bætist: enda hafi það verið prestlaust í a.m.k. tvö ár.
5.     5. mgr. 8. gr. falli brott.
6.     Við 21. gr. Í stað orðanna „Samstarf presta innan hvers prófastsdæmis skal einkum lúta að“ í upphafi greinarinnar komi: Prestum ber að hafa samstarf um kirkjulega þjónustu innan hvers prófastsdæmis undir stjórn prófasts. Samstarf presta skal m.a. lúta að.
7.     22. gr. orðist svo:
         Biskupi er heimilt að fela sóknarpresti, er þjónar í prestakalli þar sem íbúafjöldi er innan við 700 íbúa og aðstæður að öðru leyti leyfa, að annast bæði tiltekin verkefni og þjónustu í einstökum sóknum utan prestakalls síns að tillögu prófasts, án viðbótarlauna en gegn greiðslu kostnaðar.
8.     Við 23. gr. bætist: sbr. þó 22. gr.
9.     7. mgr. 29. gr. orðist svo:
         Prófastur skipuleggur samstarf presta innan prófastsdæmis, sbr. 21. gr., og afleysingarþjónustu presta í sumarleyfum og öðrum samningsbundnum leyfum þeirra.
10.     Við 42. gr.:
    a.     Orðin „í Skagafjarðarprófastsdæmi“ í niðurlagi 3. mgr. falli brott.
    b.     Lokamálsgrein falli brott.
11.     Orðin „Holta- og Voga-,„ í fyrri málsgrein 44. gr. falli brott.
12.     1. mgr. 50. gr. orðist svo:
            Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1990.