Ferill 110. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 110 . mál.


Sþ.

1002. Nefndarálit



um till. til þál. um starfsreglur Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins, sem haldið var í Nikósíu 2.–7. apríl sl., voru gerðar nokkrar breytingar á lögum sambandsins. Vegna þeirra breytinga er nauðsynlegt að fella brott ákvæði 3. mgr. 3. gr. starfsreglnanna. Þá telur nefndin einnig að best fari á því að breyta lítillega 1. gr. reglnanna þar sem vísað er til tilgangs og laga sambandsins. Í ljósi þessa leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


    1. Við 1. gr. Í stað orðanna „tilgang sambandsins, sbr. lög þess sem fylgja með starfsreglum þessum“ komi: lög sambandsins.
    2. Við 3. gr. 3. mgr. falli brott.

Alþingi, 23. apríl 1990.



Jóhann Einvarðsson,


form., frsm.


Hjörleifur Guttormsson,


fundaskr.


Birgir Ísl. Gunnarsson.


Ey. Kon. Jónsson.


Guðmundur G. Þórarinsson.


Kristín Einarsdóttir.


Karl Steinar Guðnason.