Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 504 . mál.


Sþ.

1005. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eggerts Haukdals um vanskil í viðskiptabönkum árin 1988 og 1989.

    Spurt er í fyrsta lagi hverjar hafi verið afskriftir útlána hjá ríkisbönkunum annars vegar og einkabönkunum hins vegar árin 1988 og 1989.
    Því er til að svara að framlög á afskriftareikning útlána námu 485 milljónum króna hjá ríkisbönkunum 1988 og 374 milljónum króna hjá hlutafélagsbönkunum. Á árinu 1989 námu samsvarandi framlög 979 og 735 milljónum króna.

    Í öðru lagi er spurt hvort um hafi verið að ræða önnur vanskil sem ekki voru afskrifuð og hver var þá upphæð þeirra.
    Ekki hefur tekist að afla upplýsinga um vanskil útlána hjá viðskiptabönkunum í samræmdu formi á þeim stutta tíma sem til ráðstöfunar hefur verið til að undirbúa svar við fyrirspurninni. Hins vegar er ljóst að vanskil útlána hjá bönkunum nema margfalt hærri fjárhæðum en árleg framlög á afskriftareikning útlána sem áður er greint. Það verður þá líka að hafa í huga að ekki er hægt að setja jafnaðarmerki milli vanskila og tapaðra útlána.