Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 197 . mál.


Ed.

1112. Breytingartillögur



við frv. til l. um Úreldingarsjóð fiskiskipa.

Frá 1. minni hl. sjávarútvegsnefndar (StG, JE).



1. Við 1. gr. Greinin orðist svo:
     Stofna skal sjóð er nefnist Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins og hafi það tvíþætta hlutverk að stuðla að aukinni hagkvæmni í útgerð og koma til aðstoðar byggðarlögum er standa höllum fæti vegna breytinga á útgerðarháttum.
     Sjóðurinn skal stuðla að aukinni hagkvæmni með því að laga stærð og afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna sjávar. Í þessu skyni skal sjóðurinn kaupa fiskiskip sem kunna að vera til sölu á hverjum tíma og selja þau úr landi eða eyða þeim og ráðstafa veiðiheimildum sem honum eru framseldar eða úthlutað er til hans. Þá er sjóðnum heimilt að veita styrki til úreldingar skipa enda sé tryggt að í stað hinna úreltu skipa komi ekki ný skip í fiskiskipaflotann eða að afkastageta flotans aukist með öðrum hætti.
     Sjóðurinn skal koma til aðstoðar í einstökum byggðarlögum með því að efla vinnslu sjávarfangs á þeim stöðum þar sem straumhvörf hafa orðið í atvinnulífi vegna sölu fiskiskipa. Í þessu skyni getur sjóðurinn framselt tímabundið veiðiheimildir enda verði aflanum landað til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.
2.    Við 2. gr. Í stað orðsins „Úreldingarsjóðs“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Hagræðingarsjóðs.
3.    Við 3. gr. Í stað orðsins „Úreldingarsjóðs“ í 1. málsl. komi: Hagræðingarsjóðs.
4.    Við 4. gr.
    a.    Í stað orðsins „Úreldingarsjóðs“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. komi: Hagræðingarsjóðs, og í stað orðisins „Úreldingarsjóð“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: Hagræðingarsjóð.
    b.    Í stað orðsins „úreldingarsjóðsgjalds“ í 3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. komi orðið: hagræðingarsjóðsgjalds, og í stað „úreldingarsjóðsgjald“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: hagræðingarsjóðsgjald.
    c.    Í stað „1.200“ og „370.000“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: 800 og 240.000.
    d.    Í stað orðanna „október 1989, þ.e. 153,7 stig“ í niðurlagi lokamálsgreinar komi: janúar 1990, þ.e. 159,6 stig.
5.    Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
     Hagræðingarsjóði skal árlega úthlutað þeim aflaheimildum sem ekki nýttust á næstliðnu fiskveiðiári vegna álags á aflamark við útflutning á óunnum fiski, sbr. 7. mgr. 10. gr. laga um stjórn fiskveiða. Aflaheimildir þessar skulu þó aldrei vera meiri en 12.000 þorskígildistonn árlega miðað við verðmætahlutföll er ráðherra ákveður. Skal allt að helmingi þessara aflaheimilda varið til eflingar fiskvinnslu í byggðarlögum er höllum fæti standa, sbr. 9. gr., en að öðru leyti skulu aflaheimildir þessar framseldar samkvæmt ákvæðum 8. gr. til að standa undir kaupum á skipum til úreldingar.
6.    Við 5. gr. (er verði 6. gr.). Í stað orðsins „Úreldingarsjóðs“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. komi: Hagræðingarsjóðs.
7.    Við 6. gr. (er verði 7. gr.).
    a.    Orðin „sbr. nú l. nr. 3/1988“ í 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
    b.    3. málsl. 2. mgr. falli brott.
    c.    1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Aldrei skal Hagræðingarsjóður þó fá ráðstöfunarrétt umfram 5% af heildaraflaheimildum af botnfiski eða 5% af heildaraflaheimildum af einstökum tegundum sérveiða.
8.    Við 7. gr. (er verði 8. gr.).
    a.    Í stað orðsins „Úreldingarsjóður“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Hagræðingarsjóður.
    b.    Í stað orðsins „almanaksárs“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: fiskveiðiárs, og í stað orðsins „almanaksári“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: fiskveiðiári.
9.    Á eftir 7. gr. (er verði 8. gr.) komi ný grein er verði 9. gr. og orðist svo:
     Sjóðurinn veitir aðstoð sína til eflingar vinnslu sjávarfangs í byggðarlögum, er höllum fæti standa, með því að framselja veiðiheimildir sem honum hafa verið úthlutaðar í því skyni skv. 5. gr. Aflaheimildirnar skulu framseldar gegn því skilyrði að aflanum verði landað til vinnslu í því byggðarlagi sem aðstoð hefur verið samþykkt við. Skal sveitarstjórn í viðkomandi byggðarlagi eiga ráðstöfunarrétt að veiðiheimildum þessum gegn endurgjaldi skv. 1. mgr. 8. gr. Neyti sveitarstjórn ekki ráðstöfunarréttar síns skulu veiðiheimildir framseldar til skipa og gilda ákvæði 1. og 2. mgr. 8. gr. þá um endurgjald fyrir veiðiheimildir þessar eftir því sem við á. Fáist ekki skip til veiðanna með þeim skilmálum getur stjórn sjóðsins, að fengnu samþykki ráðherra, ákveðið lægra endurgjald eða fallið frá endurgjaldi standi sérstaklega á. Forkaupsréttarákvæði 1. mgr. 8. gr. gildir ekki um framsal veiðiheimilda samkvæmt þessari málsgrein.
         Skilyrði fyrir aðstoð sjóðsins er að sala fiskiskips eða fiskiskipa hafi valdið straumhvörfum í atvinnumálum viðkomandi byggðarlags þannig að fyrirsjáanleg sé veruleg fækkun starfa og byggðarröskun sé yfirvofandi. Sjóðstjórn skal taka ákvörðun um aðstoð, að fengnu samþykki Byggðastofnunar.
         Þær aflaheimildir skv. 1. mgr., sem ekki verða nýttar á viðkomandi fiskveiðiári til aðstoðar samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, skulu framseldar samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 8. gr.
10.    Við 8. gr. (er verði 10. gr.). Í stað orðsins „Úreldingarsjóðs“ í 1., 2. og 3. mgr. komi: Hagræðingarsjóðs.
11.    Við 9. gr. (er verði 11. gr.). Í stað orðanna „Úreldingarsjóður fiskiskipa“ í 1. málsl. komi: Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins.
12.    Við 10. gr. (er verði 12. gr.). Í stað orðanna „Úreldingarsjóð fiskiskipa“ komi orðin: Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.
13.    Við 11. gr. (er verði 13. gr.). Greinin orðist svo:
     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1991. Jafnframt fellur úr gildi II. kafli laga nr. 37 11. maí 1978, um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum. Gjald skv. 4. gr. skal lagt á í fyrsta skipti fyrir árið 1991.
14.    Við bætast tvö ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
a.    (I.) Fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1991 skal Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins úthlutað þeim aflaheimildum sem ekki nýttust á árinu 1990 vegna álags á aflamark eða aflahámark á útflutningi á óunnum fiski skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 3 8. janúar 1988, um stjórn fiskveiða 1988–1990. Aflaheimildir þessar skulu þó ekki vera meiri en sem nemur 8.000 þorskígildistonnum. Um ráðstöfun þessara heimilda fer eftir 5. og 9. gr. laganna.
b.    (II.) Sjávarútvegsráðherra skal fyrir árslok 1992 láta endurskoða lög þessi. Hafa skal samráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis og helstu hagsmunasamtök í sjávarútvegi við þá endurskoðun.
15.    Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frv. til l. um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.