Ferill 534. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 534 . mál.


Nd.

1132. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um atvinnuleysistryggingar, nr. 64/1981, með síðari breytingum.

Frá Geir H. Haarde og Sólveigu Pétursdóttur.



1.     Á undan 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
        1. gr. laganna orðist svo:
                  Þeir launamenn, sem verða atvinnulausir, eiga rétt á bótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt því sem fyrir er mælt í lögum þessum.
2.     Við 1. gr. (er verði 2. gr.). Greinin orðist svo:
                  Með hugtakinu launamaður er í lögum þessum átt við hvern þann sem þegið hefur tíma-, viku- eða mánaðarlaun samkvæmt vinnusamningi við vinnuveitanda og gegnt hefur starfi sem veitir rétt til launa í uppsagnarfresti samkvæmt lögum, kjarasamningi eða vinnusamningi. Ákvæði laga þessara taka ekki til þeirra sem tryggður er réttur til atvinnuleysisbóta með öðrum lögum.
3.     Á eftir 1. gr. komi tvær nýjar greinar svohljóðandi:
         a.     (3. gr.):
                  4. gr. laganna orðist svo:
                  Launamaður, sem auk þess að stunda vinnu hjá gjaldskyldum atvinnurekanda, sbr. 9. gr., stundar sjósókn á eigin fari, á rétt til bóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði, enda óski hann þess í skattframtali sínu og geri örugga grein fyrir tímalengd sjósóknar sinnar.
b.     (4. gr.)
                  9. gr. laganna orðist svo:
                  Hver launagreiðandi, sem hefur í þjónustu sinni launamann 16 ára og eldri er tekur tíma-, viku- eða mánaðarlaun samkvæmt vinnusamningi við launagreiðandann, sbr. þó 2. gr., svo og iðnnema, skal greiða iðgjald til Atvinnuleysistryggingasjóðs.
                  Þeir sem um ræðir í 4. gr. skulu greiða iðgjöld vegna sjósóknar sinnar. Aðrir sjálfstæðir atvinnurekendur og einyrkjar eru ekki gjaldskyldir til sjóðsins og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum.
4.     Á eftir 4. gr. (verður 7. gr.) kemur ný grein er orðist svo:
              3. tölul. 1. mgr. 16. gr. laganna orðist svo:
              3. eru launamenn og starfa samkvæmt kjarasamningi og/eða vinnusamningi í þágu vinnuveitenda.
5.     Á eftir 8. gr. (verður 12. gr.) komi ný grein er orðist svo:
              Á eftir 1. mgr. 25. gr. laganna komi ný málsgrein svohljóðandi:
              Standi launamaður utan stéttarfélaga skal hann beina umsókn sinni um atvinnuleysisbætur beint til Atvinnuleysistryggingasjóðs eða nefndar sem sjóðurinn skipar til að afgreiða þessar umsóknir.
6.     Við 11. gr. (verður 16. gr.). Greinin orðist svo:
              Lög þessi öðlast þegar gildi. Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu skal fella þau ásamt lögum nr. 10/1985, lögum nr. 79/1986, lögum nr. 51/1989, V. kafla laga nr. 87/1989 og VI. kafla laga nr. 7/1990 inn í meginmál laga nr. 64/1981 og gefa þau út að nýju svo breytt.