Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 252 . mál.


Nd.

1145. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með síðari breytingum.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið um það umsagnir frá Húsnæðisstofnun ríkisins, Seðlabanka Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Félagi fasteignasala, G-samtökunum, stjórn Landssambands lífeyrissjóða, Vinnuveitendasambandi Íslands, Félagi eldri borgara, Neytendasamtökunum, Öryrkjabandalagi Íslands og Sambandi almennra lífeyrissjóða.
    Í ljósi fyrirliggjandi umsagna og umræðna innan nefndarinnar leggur meiri hl. nefndarinnar til að frumvarpið verði afgreitt með svofelldri:

RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ:



    Þar sem:
    1. Það hefur legið ljóst fyrir að stefna ríkisstjórnarinnar er að hækkanir vaxta hjá Byggingarsjóði ríkisins taki ekki til þegar veittra lána og að sú stefna kom skýrt fram í nefndaráliti meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar um vaxtabætur 3. maí 1989 án þess að athugasemd væri við það gerð á Alþingi;
    2. Alþýðusamband Íslands mælir ekki með samþykkt frumvarpsins;
    3. húsnæðisstjórn bendir í umsögn á að tæknilegir vankantar séu á framkvæmd ákvæða frumvarpsins;
    4. vaxtahækkanir á þegar veittum lánum eru óréttlátar og koma í veg fyrir að íbúðarkaupendur geti gert raunhæfar áætlanir um greiðslubyrði;
    5. kjarasamningar geta raskast við hækkun vaxta
    telur deildin engar forsendur fyrir því að afgreiða frumvarpið og samþykkir að taka fyrir næsta mál á dagskrá.

Alþingi, 2. maí 1990.



Rannveig Guðmundsdóttir,


form., frsm.


Guðrún Helgadóttir,


fundaskr.


Jón Kristjánsson.


Anna Ólafsdóttir Björnsson.