Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 415 . mál.


Nd.

1172. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 109/1988 og 76/1989.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Pál Magnússon, formann stjórnar Verkamannabústaða í Reykjavík, Ríkharð Steinbergsson, framkvæmdastjóra Verkamannabústaða í Reykjavík, Sigurgeir Sigurðsson, formann stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Yngva Örn Kristinsson, formann stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins, og Inga Val Jóhannsson, deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu.
    Meiri hl. nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins eins og efri deild gekk frá því að því undanskildu að gerðar eru tillögur um fjórar minni háttar breytingar sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Breytingarnar miða að því að gera viðkomandi ákvæði skýrari og taka af öll tvímæli um hvað felist í þeim ákvæðum.
    Alexander Stefánsson áskilur sér rétt til að flytja eða fylgja öðrum breytingartillögum er fram kunna að koma.

Alþingi, 2. maí 1990.



Rannveig Guðmundsdóttir,


form., frsm.


Guðrún Helgadóttir,


fundaskr.


Anna Ólafsdóttir Björnsson.


Alexander Stefánsson,


Jón Kristjánsson.


með fyrirvara.