Ferill 525. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 525 . mál.


Nd.

1218. Breytingartillögur



við frv. til l. um Kvikmyndastofnun Íslands.

Frá menntamálaráðherra.



1.    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
         Menntamálaráðherra skipar stofnuninni fimm manna stjórn til þriggja ára í senn. Skal einn skipaður samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, tveir samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna og einn án tilnefningar. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.
2.    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
         Stjórn Kvikmyndastofnunar tilnefnir aðila utan stjórnar til að annast úthlutun úr sjóðnum. Enginn skal annast úthlutun lengur en tvö ár í röð og mega úthlutunaraðilar ekki eiga hagsmuna að gæta við úthlutun.
3.    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
         Hlutverk úthlutunaraðila er að veita styrki til undirbúnings, framleiðslu eða dreifingar íslenskra kvikmynda, óháð hvaða tækni er notuð við myndgerðina. Einnig er heimilt að veita lán og ábyrgðir fyrir láni, sbr. 8. gr.
4.    Við 7. gr. 1. tölul. 1. mgr. orðist svo:
         Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemi áætluðum virðisaukaskatti af kvikmyndasýningum, þó aldrei lægri fjárhæð en 110 millj. kr. á meðalverðlagi ársins 1990. Áætlun þessi skal gerð af Hagstofu Íslands og miðast við verðlag eins og það er við gerð fjárlaga hverju sinni.