Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 128 . mál.


Nd.

1247. Frávísunartillaga



í málinu: Frv. til l. um breyt. á l. nr. 47 16. apríl 1971, um náttúruvernd, lögum nr. 20 30. apríl 1986, um Siglingamálastofnun ríkisins, og ýmsum lögum er varða yfirstjórn umhverfismála.

Frá Inga Birni Albertssyni og Ólafi G. Einarssyni.



    Þar sem fram hefur komið veruleg andstaða frá þeim stofnunum sem flytja á undir umhverfisráðuneyti, og jafnviðamikil stjórnkerfisbreyting og í frumvarpinu felst hefur ekki verið nægilega vel kynnt og undirbúin, svo óþolandi réttaróvissa mundi skapast ef að lögum yrði, samþykkir deildin, í trausti þess að forsætisráðherra skipi nefnd með fulltrúum ráðuneyta, stofnana og allra þingflokka til að vinna milli þinga við að fullvinna frumvarpið, að vísa dagskrármálinu til ríkisstjórnarinnar.