Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 415 . mál.


Nd.

1287. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 109/1988 og 76/1989.

Frá félagsmálanefnd.



1.    Við 3. gr., k-lið (61. gr.). Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
             Heimilt er sveitarstjórn að fela félagsmálaráði umsjón og útleigu leiguhúsnæðis í eigu sveitarfélags.
2.    Við 3. gr., ss-lið (95. gr.). 1. mgr. orðist svo:
             Byggingarsjóður verkamanna skal að liðnum sex árum frá undirritun kaupsamnings um félagslega íbúð kanna hvort kaupandi uppfyllir þá enn skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 80. gr. og upp frá því á þriggja ára fresti. Uppfylli kaupandi ekki lengur þessi skilyrði skal breyta vöxtum hans þannig að þeir verði hinir sömu og gilda um almenn lán úr Byggingarsjóði ríkisins.
3.    Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
             Við gildistöku laga þessara taka húsnæðisnefndir við hlutverki stjórna verkamannabústaða eftir því sem við á. Enn fremur taka húsnæðisnefndir við réttindum og skyldum stjórna verkamannabústaða, þar með töldu húsnæði, tækjum og búnaði, skuldbindingum vegna verksamninga og framkvæmda og öðrum samningum eftir því sem nánar verður kveðið á um í reglugerð eða sveitarfélag ákveður.