Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 30/112.

Þskj. 1326  —  142. mál.


Þingsályktun

um nýjar aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða þar sem tekið sé tillit til áhrifa framleiðslustarfsemi á umhverfi og náttúrulegar auðlindir. Í þessu skyni verði komið skipulagi á hagskýrslugerð um umhverfismál og nýtingu auðlinda og fylgst með því sem er að gerast erlendis á þessu sviði.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1990.