Vernd kvenna vegna barneigna
Fimmtudaginn 08. nóvember 1990


     Fyrirspyrjandi (Anna Ólafsdóttir Björnsson) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svör hennar og fagna því að a.m.k. einhver ákvæði þessarar 8. gr. félagsmálasáttmála Evrópu skuli vera þess eðlis að hún treysti sér til að beita sér fyrir því að Íslendingar undirgangist skuldbindingar samkvæmt þeim.
    Hins vegar er það ekkert launungarmál að tilefni þessarar fsp. var að vekja athygli á þessum greinum og reyna að fá fram skýr svör um hvað í hyggju væri, og þau hef ég fengið, og jafnframt að hvetja til þess að þessi ákvæði félagsmálasáttmála Evrópu verði hluti þess sem Íslendingar telja sig skuldbundna af. Og sú skoðun mín hefur ekki breyst þótt ég hafi heyrt ágæt svör hæstv. félmrh.