Húsnæðisstofnun ríkisins
Miðvikudaginn 14. nóvember 1990


     Halldór Blöndal :
    Hæstv. forseti. Ég fór vitlaust með tölur sem ég kann betur við að leiðrétta þegar í stað. Húsbréfin hafa verið 5,75% og eru 6% að nafnverði, en það þýðir 7% raunvextir. Þannig að sá samanburður sem ég gerði á 7% raunvöxtum og 3,5% stendur. Á hinn bóginn er ekki um frekari afföll að ræða. Ég vil að þetta komi fram. Þarna var um smámisminni að ræða sem ég biðst afsökunar á.