Brottfall laga og lagaákvæða
Þriðjudaginn 11. desember 1990


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson) :
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um brottfall laga og lagaákvæða á þskj. 240.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og kallaði formann nefndarinnar, sem samdi frv., dr. Ármann Snævarr, fyrrv. hæstaréttardómara, á sinn fund. Að auki bárust nefndinni umsagnir dómsmrn. og Lögmannafélags Íslands.
    Eftir yfirferð nefndarinnar yfir frv. leggur hún til að gerð verði ein breyting sem flokkast undir leiðréttingu, þ.e. að 1. tölul. 24. gr. falli brott þar sem opið bréf frá 28. des. 1836 var fellt úr gildi með lögum nr. 20/1988.
    Nefndin leggur því til að frv. verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:
    1. tölul. 24. gr. falli brott.
    Undir nál. rita Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðni Ágústsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Friðjón Þórðarson og Ingi Björn Albertsson.