Lánsfjárlög 1991
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég vil biðja um að ráðstafanir verði gerðar til þess að hæstv. fjmrh. verði við þegar málið verður tekið á dagskrá. Hann hefur ekki séð ástæðu til að hlýða á það sem enn hefur farið fram af 2. umr. sem er auðvitað mjög mikil ókurteisi við þá þingmenn sem hafa tekið til máls, virðingarleysi við þá stofnun sem við höfum verið kjörin til að vinna í og kæruleysi fyrir stjórnarathöfnum. Ég óska eftir því að það verði gerðar ráðstafanir til þess að hæstv. fjmrh. standi í sínu stykki og verði hér mættur.