Bréfaskriftir fjármálaráðuneytis
Miðvikudaginn 19. desember 1990


     Fyrirspyrjandi (Ólafur Þ. Þórðarson) :
    Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svar hans. Varðandi seinni lið fsp. var það mjög afdráttarlaust og það ber að virða. Það eina sem var e.t.v. óljóst í svarinu var innan hvaða tímamarka væri svarað, en það minnir örlítið á það þegar skáldið og framkvæmdamaðurinn Einar Ben. þurfti að gera grein fyrir hæð fossanna úti, þá var hann ákaflega tregur að nefna tölur.