Tryggingagjald
Föstudaginn 21. desember 1990


     Frsm. 1. minni hl. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson) :
    Herra forseti. Eins og fram kom hefur hv. fjh.- og viðskn. fjallað nokkuð um þetta mál og síðast nú fyrir nokkrum mínútum á fundi sínum. Málið var að koma frá hv. Nd. Þar fluttu sjálfstæðismenn brtt. við frv. sem ekki náðu fram að ganga. Með hliðsjón af því er hér flutt nál. 1. minni hl., sem hljóðar svo: ,,Þar sem brtt. sjálfstæðismanna við þetta frv. náðu ekki fram að ganga í Nd., sbr. þskj. 447 og nál. á þskj. 450, tekur 1. minni hl. nefndarinnar ekki þátt í afgreiðslu frv.`` Undir þetta skrifuðum við hv. þm. Halldór Blöndal.
    Ég held að þetta skýri málið. Það hefur ekki verið nægilega rætt í Ed. og þess vegna kannski ekki von að nefndin geti eða vilji, eða minni hl. alla vega, standa að samþykkt þessa frv. Það þarf að breyta þar ýmsum hlutum og við höfum valið þann kost til að flýta fyrir störfum að sitja hjá og tefja ekki málið.