Jólakveðjur í sameinuðu þingi
Föstudaginn 21. desember 1990


     Málmfríður Sigurðardóttir :
    Virðulegi forseti. Fyrir hönd okkar alþingismanna þakka ég hæstv. forseta fyrir hlý orð og góðar óskir okkur og fjölskyldum okkar til handa. Ég vil þakka forseta samstarfið á haustþingi sem nú er að ljúka.
    Alþingi Íslendinga þó aldið sé er undarlega fátækt að hefðum borið saman við þjóðþing annarra landa. Því vil ég þakka hæstv. forseta Sþ. og hæstv. deildaforsetum sérstaklega fyrir að taka upp þá nýbreytni sem við nutum sameiginlega með starfsfólki þingsins á dögunum og vonandi verður að hefð.
    Fyrir hönd okkar allra óska ég hæstv. forseta og fjölskyldu hennar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þá vil ég þakka skrifstofustjóra og starfsfólki öllu fyrir góð og vel unnin störf, oft undir miklu álagi. Ég vil einnig fyrir hönd okkar þingmanna óska því og fjölskyldum þess friðsællar og gleðilegrar jólahátíðar, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
    Ég vil biðja hv. þm. að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]