Skipun í stöðu seðlabankastjóra
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Þorsteinn Pálsson :
    Frú forseti. Í tilefni af ummælum hæstv. fjmrh. vil ég aðeins leggja á það áherslu að öllum mönnum hlýtur að vera augljós sá tvískinnungur þegar sá hæstv. ráðherra, sem lengst hefur gengið í því verki á undanförnum missirum að reyna að draga úr sjálfstæði Seðlabankans, lýsir hneykslan sinni í þessu efni einungis vegna þess að skipaður hefur verið bankastjóri sem honum er ekki þóknanlegur. ( Fjmrh.: Er ekki rétt að þú tilnefndir Birgi Ísleif?)