Matvælaaðstoð við Sovétríkin
Fimmtudaginn 17. janúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þeirrar umræðu sem hér hefur átt sér stað vill forseti upplýsa eftirfarandi. 41. gr. þingskapalaga hljóðar svo:
    ,,Frumvörp, hvort heldur eru frá ríkisstjórn eða þingmönnum, svo og tillögur til þingsályktunar og breytingartillögur, má kalla aftur á hverju stigi umræðu sem vill. En heimilt er hverjum þingmanni að taka það jafnskjótt upp aftur á sama fundi. Fyrirspurn má og afturkalla.``
    Forseti lítur því svo á að ef enginn þingmaður gerir till. hv. 5. þm. Norðurl. v. að sinni, þá telur forseti að umræðu um þessa tillögu sé lokið, enda hafi hún verið afturkölluð. Forseti gefur hv. þm. kost á því að gera till. að sinni hér á þessum fundi og vitaskuld er það einnig hægt utan þessa fundar. En gerist þetta ekki nú þegar lítur forseti svo á að umræðu um till. sé lokið, enda hafi hún verið kölluð aftur.