Launamál
Miðvikudaginn 23. janúar 1991


     Þorv. Garðar Kristjánsson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég gerði ítrekaðar athugasemdir við það að þetta mál væri tekið til 2. umr. hér í dag. Ég óskaði eftir svörum hæstv. forseta um það hver væri ástæða fyrir því að flýta þessu máli. Ég fékk engin svör við því. Hins vegar hefur það skeð að eftir þetta hef ég fengið upplýsingar um það hver væri ástæðan fyrir að flýta þessu máli og ef ég hefði vitað um þá ástæðu hefði ég ekki gert athugasemd hér fyrr í dag. Það hefði verið æskilegt ef hæstv. forseti hefði nú getað gefið upplýsingar um það sem ég hef fengið upplýsingar um utan fundar, en þær upplýsingar eru þannig að ég geri enga athugasemd við að 3. umr. fari nú fram.