Málefni stundakennara
Fimmtudaginn 31. janúar 1991


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Að gefnu tilefni vill forseti taka fram að hann skilur vel að hæstv. ráðherrar geta stundum lent í vanda með svör sín þegar spurt er um stór og veigamikil mál. En honum ber samt sem áður að framfylgja þingsköpum og tími ráðherra er fimm mínútur, en fyrirspyrjanda tvær mínútur og þess vegna er lögð áhersla á að báðir aðilar reyni að miða bæði spurningar og svör við þau tímatakmörk sem sett eru. En reyndar tvisvar sinnum fimm mínútur og tvisvar sinnum tvær mínútur.