Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri
Þriðjudaginn 05. febrúar 1991


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson) (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég vil taka undir það með hv. síðasta ræðumanni að það er afar illt að slíta í sundur umræðu um svo viðamikið mál og hlýt að andmæla því að fundur, þótt mikilvægur sé, sé haldinn í utanrmn. á sama tíma og hér stendur yfir umræða um eitt stærsta mál þessa þings. Ég mun að sjálfsögðu hlíta því sem hér er beðið um, en ég vil taka það fram að ég hafði ráðstafað mínum tíma þannig að annað kvöld get ég ekki verið hér á fundi ef það verður kvöldfundur og hafði gert ráð fyrir því að við gætum rætt þetta mál ítarlega í dag. En ég vil láta þetta koma hér fram þó að ég sé ekki að andmæla.