Málefni aldraðra
Fimmtudaginn 21. febrúar 1991


     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það fer ekki á milli mála að stjórnpallur er vel mannaður, en miðskipsmenn vantar tilfinnanlega. Ég vil eindregið beina þeim tilmælum til forseta að þeir breyti nú til og hætti alfarið að skamma þá sem eru viðstaddir en snúi sér að hinum sem eru fjarverandi. Verði ekki með munnlegri boðleið hægt að koma skömmunum á framfæri, þá verði það gert skriflega því að það hvekkir okkur hina sem höfum verið að mæta mjög að þurfa að búa við miklar athugasemdir dag eftir dag og það út af sama málinu í sömu atkvæðagreiðslunni.