Fóstureyðingar
Föstudaginn 01. mars 1991


     Hulda Jensdóttir :
    Virðulegi forseti. Í forföllum frsm. nefndarinnar mun ég gera grein fyrir áliti meiri hl. nefndarinnar um frv. Álitið hljóðar svo:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og fengið umsagnir um það frá biskupi Íslands, Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Krossinum, Kvenfélagasambandi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, landlækni, Lífsvon, Ljósmæðrafélagi Íslands, Hjúkrunarfélagi Íslands, læknadeild Háskóla Íslands, Prestafélagi Íslands og Stéttarfélagi ísl. félagsráðgjafa.
    Í umsögnum um frv. koma fram allmargar athugasemdir og eru skoðanir mjög skiptar um hvort samþykkja eigi frv. eða ekki. Eins eru skoðanir skiptar um hve miklar breytingar eigi að gera á frv. áður en það er samþykkt. Ljóst er að nefndin þarf að gera mjög nákvæma úttekt á lögum nr. 25/1975 ef á að afgreiða þetta frv. á yfirstandandi þingi, hvort sem mælt yrði með samþykkt þess eður ei. Með hliðsjón af því hversu skammur tími er til þinglausna og í trausti þess að heilbr. - og trmrh. láti fara fram endurskoðun laga nr. 25/1975 leggur meiri hl. nefndarinnar til að málinu verði vísað til ríkisstjórnar.
    Geir H. Haarde var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``
    Undir nál. rita Jón Sæmundur Sigurjónsson, Ragnhildur Helgadóttir, Hulda Jensdóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.