Starfsmenntun í atvinnulífinu
Þriðjudaginn 05. mars 1991


     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegi forseti. Aðeins örstutt. Þrátt fyrir þær skýringar sem bæði koma fram í fskj. og það sem hæstv. félmrh. sagði tel ég samt ekkert því til fyrirstöðu að aðilar vinnumarkaðarins taki þátt í kostnaði við starfsmenntun í atvinnulífinu þó svo að þetta heyrði undir menntmrn. Ég held að ef öll menntun heyrir undir sama ráðuneyti sé það ódýrara, einfaldara og miklu betra fyrir nemendur en það fyrirkomulag sem hér er gert ráð fyrir.