Virðisaukaskattur
Miðvikudaginn 06. mars 1991


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 803 um frv. til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.
    Þetta frv. er upphaflega komið frá hv. 2. þm. Norðurl. e. Halldóri Blöndal o.fl. og er um að fella niður virðisaukaskatt á sjóntækjum fyrir sjónskerta.
    Nefndin var
sammála um afstöðu sína til málsins. Í nál. segir: ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.`` Undir þetta rita allir nefndarmenn.