Byggðastofnun
Miðvikudaginn 06. mars 1991


     Halldór Blöndal :
    Herra forseti. Allshn. þessarar deildar hefur komið saman og verið fljót að afgreiða það frv. sem hér liggur fyrir um Byggðastofnun. Ég hlýt að hefja ræðu mína með því að vekja athygli á því að hæstv. forsrh., flm. málsins, er ekki hér við 2. umr. ( Forseti: Hæstv. sjútvrh. mælti fyrir þessu frv. við 1. umr. fyrir hönd forsrh.) Ætli hæstv. forsrh. gegni störfum nú og sé á landinu? Hæstv. forsrh. hefur efnt til mikilla blaðamannafunda um byggðamál og ég vildi gjarnan fá að eiga nokkur orð við hann um byggðamál af því tilefni að þetta frv. liggur hér fyrir og vil óska eftir því að náð verði í hann. ( Forseti: Ég mun athuga málið.) Ég mun gera hlé á ræðu minni þangað til hann kemur í deildina ef ég má. --- [Fundarhlé.]