Mannanöfn
Fimmtudaginn 07. mars 1991


     Ragnhildur Helgadóttir :
    Herra forseti. Víst eru það mikilvæg rök sem stafa af línulengd í tölvuútskriftinni, en hitt er annað mál að mér virðist þá frv. sjálft alveg eins geta hugsanlega haft mikla vankanta í för með sér því að margir heita löngum nöfnum. Samkvæmt frv. má skíra tveimur nöfnum og tvö löng nöfn geta verið með fleiri stöfum en þrjú stutt. Þess vegna þykja mér þessi rök ekki nægilega þung á metunum, greiði atkvæði með brtt. og segi já.