Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Herra forseti. Það eru nú bara nokkur orð. Mér fannst ákaflega athyglivert það sem hv. þm. Páll Pétursson sagði hér áðan og vil vekja athygli á því að ástæðan fyrir því að hann hefði --- ja, það lá í orðunum að hann hefði breytt sinni skoðun gagnvart álverksmiðju, væru mistökin að byggja Blönduvirkjun þar sem við hefðum ekkert með orkuna að gera. En nú er beiðni um það að halda áfram að leggja í kostnað við undirbúning virkjana í nokkrum mæli þrátt fyrir að það liggi alls ekki fyrir hvort orkan nýtist á næstunni. Það er mjög athyglivert að þetta skuli koma hér fram.
    Ég vil segja það við hæstv. forsrh. að ég hef ekki breyst neitt, það er rétt, á þessu tímabili að því leyti til að ég met manngildið meira en auðgildið, en það virðist vera að hann hafi breyst í þá átt.