Danfríður Skarphéðinsdóttir :
    Virðulegur forseti. Í umræðum um þetta mál hef ég gert grein fyrir því frá upphafi að þingkonur Kvennalistans hafa talið rétt að fjármagna þyrlukaup úr ríkissjóði í stað þess að láta happdrætti og ágóða af því ráða hvenær þyrla verði keypt. Ég fagna því að nú mun standa til að flytja brtt. við lánsfjárlög um að veita 100 millj. til þess að ganga til samninga um kaup á þyrlu og sé því ekki ástæðu til þess að þetta frv. verði samþykkt og greiði, eins og ég hef sagt frá upphafi, atkvæði gegn því og segi nei.