Afgreiðsla frv. um stjórnarskipunarlög
Föstudaginn 15. mars 1991


     Guðrún J. Halldórsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það var einmitt vegna þessarar athugasemdar í fskj. með lögunum sem ég greiddi atkvæði á móti lögunum áðan því að ég tel það algerlega út í hött og ekki hægt að samþykkja lög sem hugsanlega ganga út frá því að við veitum forsrh., sem í rauninni fær völd sín frá þinginu, vald til þess að stjórna síðan þinginu. Það er svo hlálegt að það kemur ekki til mála. Og fyrr en kominn er öruggur pólitískur vilji fyrir því að þessi ákvæði verði ekki í reglugerðinni get ég ekki samþykkt lögin.